Enski boltinn

Eigandi Newcastle segist hafa tekið skelfilegar ákvarðanir og vill selja liðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mike Ashley, eigandi Newcastle er ekki í allof góðum málum.
Mike Ashley, eigandi Newcastle er ekki í allof góðum málum. Mynd/AFP

Mike Ashley, eigandi Newcastle er búinn að gefast upp á því að reka klúbbinn og vill nú selja félagið eins og fljótt og mögulegt er. Newcastle fékk eins og kunnugt er í ensku b-deildina á dögunum.

„Þetta hefur verið hræðilegt fyrir alla. Ég er búinn að tapa miklum peningum og ég hef tekið skelfilegar ákvarðanir. Nú ætla ég að reyna að selja félagið sem fyrst og ég mun ráða ráðgjafa á næstu dögum," sagði Mike Ashley við Sunday Times.

Ashley varð ríkur á viðskiptum með íþróttagræjur og keypti Newcastle fyrir 134 milljónir punda árið 2007. Hann hefur síðan sett meira en 100 milljónir punda til viðbóta í félagið.

Hann reyndi að selja félagið fyrir 400 milljónir punda í fyrra en fann engan kaupanda.

Ashley viðurkennir að hann sjái eftir því að hafa keypt Newcastle. „Ég sagði aldrei að ég væri sérfræðingur í fótboltafélögum. Ég var bara stuðningsmaður, bara ríkur stuðningsmaður. Ég setti peningana mína í félagið og gerði mitt besta. Ég játa það alveg að ég hafi staðið mig illa. Ég bið alla afsökunar á því hvernig þetta fór allt saman," sagði Ashley.

Newcastle er þegar farið að segja upp starfsfólki til þess að minnka rekstrarkostnað. Liðið er að reyna að gera nýjan samning við Alan Shearer um að hann verði áfram stjóri félagsins en síðan á eftir að leysa það stóra vandamál að vera borga öllum þessum misgóðu leikmönnum sín ofurlaun nú þegar liðið er komið niður í B-deildina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×