Enski boltinn

Liverpool ætlar að bjóða Tevez 32 milljónir á viku

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez fagnar titlinum með Manchester United.
Carlos Tevez fagnar titlinum með Manchester United. Mynd/AFP

Liverpool virðist vera að taka forustuna í kapphlaupinu um Argentínumanninn Carlos Tevez en hann er að öllum líkindum á leiðinni frá ensku meisturunum í Manchester United.

The Sun greinir frá því í morgun að Tottenham hafi boðið 18 milljónir punda (3,5 milljarðar ísk.) í Tevez en nú hafi Liverpool boðið eignanda Tevez, Kia Joorabchian, 26 milljónir punda (5,2 milljarðar ísk.) fyrir Tevez og leikmanninum sjáfum 32 milljónir íslenskra króna í laun á viku.

Það skilja þó ekki allir hvernig Liverpool hefur efni á slíku risaboði enda hefur það verið í fréttunum að eigendur liðsins væru að leita að fjármagni fyrir félagið.

Auk Tottenham og Liverpool eru lið Chelsea og Manchester City einnig sögð áhugasöm um að krækja í Tevez. Eitt er víst að Tevez-málið er að skyggja algerlega á umræðuna um framtíð Cristiano Ronaldo sem hefur verið orðaður svo sterklega við Real Madrid.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×