Enski boltinn

Bandaríkjamaður eignast Sunderland

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ellis Short, nýr eigandi Sunderland.
Ellis Short, nýr eigandi Sunderland. Nordic Photos / Getty Images

Bandaríski auðjöfurinn Ellis Short hefur keypt alla hluti í enska úrvalsdeildarfélaginu Sunderland.

Short átti fyrir 30 prósenta hlut í félaginu en keypti út fjárfestingahópinn sem Niall Quinn fór fyrir og á nú alla hluti.

Quinn verður áfram stjórnarformaður félagsins en hann sagði á heimasíðu félagsins í dag að þetta væri frábærar fréttir fyrir Sunderland.

„Hann mun veita félaginu þann fjárhagslega stuðning sem þarf til að keppa í fremstu röð svo lengi sem að peningarnir hans verða notaðir skynsamlega."

Quinn hefur miklar mætur á Short sem fékk áhuga á fótbolta þegar hann fluttist til Bretlands fyrir tíu árum síðan.

„Jafnvel þótt að kaup hans nú séu ekki tekin með hefur hann varið meiri fjármunum í félagið en allir fyrrum stjórnarformenn og eigendur hafa gert áður til samans."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×