Enski boltinn

Ghilas sagður á leið til Hull

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kamel Ghilas er á leið í ensku úrvalsdeildina.
Kamel Ghilas er á leið í ensku úrvalsdeildina. Nordic Photos / AFP

Spænskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Kamel Ghilas, framherji frá Alsír, hafi gengið í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Hull.

Ghilas er á mála hjá Celta Vigo sem fær tvær milljónir evra fyrir kappann. Hann mun þegar hafa gengist undir læknisskoðun hjá Hull.

Celta Vigo á í fjárhagsvandræðum í kjölfar þess að félagið féll úr spænsku úrvalsdeildinni í vor. Þeir gátu því lítið annað gert en að taka tilboði Hull.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×