Innlent

Stjórnarskrárfrumvarpið fært til í dagskrá

Umdeilt frumvarp forystmanna allra flokka utan Sjálfstæðisflokks um breytingar á stjórnarskránni hefur verið fært til á dagskrá Alþingis. Þetta var niðurstaða fundar þingflokksformanna og forseta Alþingis í hádeginu. Umræða um frumvarpið hefur staðið undanfarna daga og sjálfstæðismenn verið sakaðir um málþóf.

„Við fögnum því þetta sem skiptir fjölskyldarnar í landinu miklu máli," sagði Arnbjörg Sveinsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.

Frumvarp allsherjarnefndar um greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði var tekið til 2. umræðu og þá er ráðgert að ræða frumvarp fjármálaráðherra um tekjuskatt og hærri vaxtabætur síðar í dag. Af því loknu verður umræðu um stjórnarskrárfrumvarpið framhaldið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×