Hjaltalín seinkar plötuútgáfu Freyr Bjarnason skrifar 15. ágúst 2009 10:00 Hljómsveitin Hjaltalín við upptökur á annarri plötu sinni, sem kemur líklega út á næsta ári. Vísir/Anton Ólíklegt er að önnur plata Hjaltalín líti dagsins ljós á þessu ári. „Það er ekki búið að negla það niður en það er allt eins líklegt að hún komi út á næsta ári,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, umboðsmaður Hjaltalín. Nánast öruggt er að platan komi ekki út í október eins og talið var í fyrstu. „Hljóðvinnslan hefur gengið mjög vel en þetta er orðið miklu stærra en menn ætluðu sér í upphafi. Menn ætla að sinna þessu gaumgæfilega og frekar gera þetta vel og örugglega en hratt og illa,“ segir Steinþór. Hjaltalín á fimmtán lög á lager sem hún á eftir að fínpússa. Fari svo að stóra platan komi ekki út á þessu ári verður hugsanlega gefin út EP-plata til að halda aðdáendum sveitarinnar við efnið. Steinþór vill ekki meina að peningavandræði séu ein af ástæðum seinkunarinnar. „Við höfum verið að leggjast í mjög dýr ferðalög en við erum ekkert í neinum vandræðum. Óhagstætt gengi krónunnar hefur vissulega komið niður á okkur á þessum ferðalögum, það er ekkert launungarmál.“ Hjaltalín er núna úti í Þýskalandi á tónleikaferð en í september hægist um hjá sveitinni og þá kemur endanlega í ljós hvort platan verði kláruð á þessu ári eður ei. Fyrsta plata Hjaltalín, Sleepdrunk Seasons, kom út fyrir jólin 2007 við frábærar viðtökur gagnrýnenda og almennings. Menning Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Ólíklegt er að önnur plata Hjaltalín líti dagsins ljós á þessu ári. „Það er ekki búið að negla það niður en það er allt eins líklegt að hún komi út á næsta ári,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, umboðsmaður Hjaltalín. Nánast öruggt er að platan komi ekki út í október eins og talið var í fyrstu. „Hljóðvinnslan hefur gengið mjög vel en þetta er orðið miklu stærra en menn ætluðu sér í upphafi. Menn ætla að sinna þessu gaumgæfilega og frekar gera þetta vel og örugglega en hratt og illa,“ segir Steinþór. Hjaltalín á fimmtán lög á lager sem hún á eftir að fínpússa. Fari svo að stóra platan komi ekki út á þessu ári verður hugsanlega gefin út EP-plata til að halda aðdáendum sveitarinnar við efnið. Steinþór vill ekki meina að peningavandræði séu ein af ástæðum seinkunarinnar. „Við höfum verið að leggjast í mjög dýr ferðalög en við erum ekkert í neinum vandræðum. Óhagstætt gengi krónunnar hefur vissulega komið niður á okkur á þessum ferðalögum, það er ekkert launungarmál.“ Hjaltalín er núna úti í Þýskalandi á tónleikaferð en í september hægist um hjá sveitinni og þá kemur endanlega í ljós hvort platan verði kláruð á þessu ári eður ei. Fyrsta plata Hjaltalín, Sleepdrunk Seasons, kom út fyrir jólin 2007 við frábærar viðtökur gagnrýnenda og almennings.
Menning Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira