Hjaltalín seinkar plötuútgáfu Freyr Bjarnason skrifar 15. ágúst 2009 10:00 Hljómsveitin Hjaltalín við upptökur á annarri plötu sinni, sem kemur líklega út á næsta ári. Vísir/Anton Ólíklegt er að önnur plata Hjaltalín líti dagsins ljós á þessu ári. „Það er ekki búið að negla það niður en það er allt eins líklegt að hún komi út á næsta ári,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, umboðsmaður Hjaltalín. Nánast öruggt er að platan komi ekki út í október eins og talið var í fyrstu. „Hljóðvinnslan hefur gengið mjög vel en þetta er orðið miklu stærra en menn ætluðu sér í upphafi. Menn ætla að sinna þessu gaumgæfilega og frekar gera þetta vel og örugglega en hratt og illa,“ segir Steinþór. Hjaltalín á fimmtán lög á lager sem hún á eftir að fínpússa. Fari svo að stóra platan komi ekki út á þessu ári verður hugsanlega gefin út EP-plata til að halda aðdáendum sveitarinnar við efnið. Steinþór vill ekki meina að peningavandræði séu ein af ástæðum seinkunarinnar. „Við höfum verið að leggjast í mjög dýr ferðalög en við erum ekkert í neinum vandræðum. Óhagstætt gengi krónunnar hefur vissulega komið niður á okkur á þessum ferðalögum, það er ekkert launungarmál.“ Hjaltalín er núna úti í Þýskalandi á tónleikaferð en í september hægist um hjá sveitinni og þá kemur endanlega í ljós hvort platan verði kláruð á þessu ári eður ei. Fyrsta plata Hjaltalín, Sleepdrunk Seasons, kom út fyrir jólin 2007 við frábærar viðtökur gagnrýnenda og almennings. Menning Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Ólíklegt er að önnur plata Hjaltalín líti dagsins ljós á þessu ári. „Það er ekki búið að negla það niður en það er allt eins líklegt að hún komi út á næsta ári,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, umboðsmaður Hjaltalín. Nánast öruggt er að platan komi ekki út í október eins og talið var í fyrstu. „Hljóðvinnslan hefur gengið mjög vel en þetta er orðið miklu stærra en menn ætluðu sér í upphafi. Menn ætla að sinna þessu gaumgæfilega og frekar gera þetta vel og örugglega en hratt og illa,“ segir Steinþór. Hjaltalín á fimmtán lög á lager sem hún á eftir að fínpússa. Fari svo að stóra platan komi ekki út á þessu ári verður hugsanlega gefin út EP-plata til að halda aðdáendum sveitarinnar við efnið. Steinþór vill ekki meina að peningavandræði séu ein af ástæðum seinkunarinnar. „Við höfum verið að leggjast í mjög dýr ferðalög en við erum ekkert í neinum vandræðum. Óhagstætt gengi krónunnar hefur vissulega komið niður á okkur á þessum ferðalögum, það er ekkert launungarmál.“ Hjaltalín er núna úti í Þýskalandi á tónleikaferð en í september hægist um hjá sveitinni og þá kemur endanlega í ljós hvort platan verði kláruð á þessu ári eður ei. Fyrsta plata Hjaltalín, Sleepdrunk Seasons, kom út fyrir jólin 2007 við frábærar viðtökur gagnrýnenda og almennings.
Menning Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“