Enski boltinn

Middlesbrough staðfestir sölu Downing til Aston Villa

Ómar Þorgeirsson skrifar
Stewart Downing.
Stewart Downing. Nordic photos/Getty images

Enska b-deildarfélagið Middlesbrough hefur staðfest að vængmaðurinn Stewart Downing sé á leiðinni til Aston Villa eftir að félögin tvö náðu saman um kaup á enska landsliðsmanninum.

Kaupverðið er samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar talið nema um 12 milljónum punda.

Búist er við því að hinn 24 ára gamli Downing gangist undir læknisskoðun á allra næstu dögum og skrifi svo undir fjögurra ára samning við Aston Villa.

Downing er reyndar að jafna sig eftir fótbrot sem hann varð fyrir í leik gegn Aston Villa á síðustu leiktíð en ekki er búist við því að það valdi neinum erfiðleikum í læknisskoðuninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×