Fótbolti

Eiður Smári safnar fyrir krabbameinssjúkan dreng í Grindavík

Eiður Smári styrkir virkilega gott málefni um helgina.
Eiður Smári styrkir virkilega gott málefni um helgina. Heimasíða Grindavíkur.
Eiður Smári Guðjohnsen stendur nú fyrir söfnun fyrir ungan dreng í Grindavík sem barist hefur við krabbamein. Sá heitir Frank Bergmann en söfnunin er í kringum leik Grindavíkur og Keflavíkur annað kvöld.

Eiður Smári hafði séð til Franks spila knattspyrnu áður en hann veiktist en sá þótti mjög efnilegur fyrir veikindin. Síðan þá hefur hann fylgst með Frank og ekki síst eftir að hann veiktist.

Hátíðin hefst klukkan 18:45 en fram koma Lísa Einarsdóttir úr Idol Stjörnuleit, Ingó Veðurguð, Auddi og Sveppi auk Eiðs Smára.

200 krónur af öllu seldum aðgöngumiðum mun renna beint til Frank og fjölskyldu hans en síðan verður hægt að leggja fram frjáls framlög og efnt verður til uppboðs á nokkrum ómetanlegum gripum sem áritaðir verða af Eið og hugsanlega Sveppa.

Kynnir verður hinn eini sanni Einar Bárðarson.

Einnig er hægt að leggja frjálst framlag inn á söfnunarreikning 0143-26-199 fyrir Frank Bergmann. Kt: 140996-3199.

Grindvíkingar hafa einnig áður styrkt Frank en eftir tippkeppni meistaraflokks á síðasta ári fékk strákurinn ágóðann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×