Fótbolti

Chelsea er leikfang Abramovich segir hundóánægður Deco

Deco ásamt Stóra Phil Scolari.
Deco ásamt Stóra Phil Scolari. Nordicphotos/GettyImages
Deco segir að Roman Abramovich fari með Chelsea eins og klúbburinn sé leikfang. Portúgalinn kennir eigandanum einnig um það að Luiz Felipe Scolari hafi yfirgefið félagið.

Deco kostaði Abramovich átta milljónir punda. Hann spilaði vel fyrst um sinn en hinn 31 árs gamli miðjumaður þurfti síðan að sætta sig við bekkjarsetu eftir að hafa misst dampinn.

Hann vill nú fara frá félaginu og er við það að ganga í raðir Inter Milan. Hann vandar Abramovich ekki kveðjurnar.

„Chelsea er leikfangið hans. Stundum tekur hann ákvarðanir sem taka yfir ákvarðanir stjórnarformannsins. Brottför Stóra Phil var harkaleg," sagði Deco. Scolari var rekinn frá félaginu í febrúar eftir nokkurra mánaða dvöl.

„Chelsea er sérstakur klúbbur. Ef Stóri Phil væri hjá Manchester United eða Liverpool, þau félög virða stjórann og gefa honum tíma til að vinna. Það er ekki þannig hjá Chelsea," sagði Deco sem var aldrei ánægður hjá félaginu.

„Í sannleika sagt líkaði mér ekki dvölin hjá Chelsea," sagði Portúgalinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×