Enski boltinn

Áfall fyrir Liverpool - Aquilani ekki tilbúinn fyrr en eftir tvo mánuði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alberto Aquilani spilar líklega ekki með Liverpool fyrr en í október.
Alberto Aquilani spilar líklega ekki með Liverpool fyrr en í október. Mynd/AFP

Liverpool þarf að spila án bæði Xabi Alonso og Alberto Aquilani fyrstu tvo mánuði tímabilsins eftir að það kom í ljós að ökklameiðsli Ítalans muni halda honum frá fótboltavellinm í fjóra til átta mánuði. Liverpool keypti Aquilani frá Roma til þess að fylla í skarð Xabi Alonso sem var seldur til Real Madrid.

Alberto Aquilani meiddist í lok síðasta tímabils og fór í aðgerð í maí. Hann hefur glímt við fleiri meiðsli á sínum ferli en Rafael Benitez, stjóri, vissi vel af þeirri áhættu þegar hann ákvað að kaupa hann frá Roma fyrir 20 milljónir punda.

Alberto Aquilani stóðst samt læknisskoðun vegna kaupanna og skrifaði undir fimm ára samning þar sem er talið að hann fái um 80 þúsund pund á viku sem eru um 17 milljónir íslenskar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×