Innlent

Margt bendir til blekkinga

Það er margt sem bendir til þess að hér á landi hafi átt sér stað sýndarviðskipti og blekkingarleikur til að halda uppi verði á bréfum fyrirtækja, segir viðskiptaráðherra. Með því hafi markaðsaðilar og stjórnvöld verið blekkt.

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, vill ekki, að svo stöddu, leggja neinn dóm á hvort að kaup Al-Thani á 5% hlut í Kaupþingi hafi verið sýndarkaupmennska til að fegra stöðu bankans. Hinsvegar megi sjá vísbendingar um að slíkt hafi verið gert í öðrum tilvikum.

Aðspurður hvort fjármálaeftirlitið hafi ekki staðið sig segir Björgvin það ekki aðalatriðið. Auðveldlega sé hægt að fara í kringum lög og reglur ætli menn sér það. Viðskiptalíf á Íslandi búi við mjög ófullkominn lagaramma.

Björgvin segir að unnið sé að því dag og nótt að vinna úr upplýsingum úr skýrslum endurskoðunarfyrirtækja um starfsemi bankanna fyrir hrunið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×