Enski boltinn

United að ná samningum við Sahara Group

Nordic Photos/Getty Images

Manchester United er við það að ganga frá auglýsingasamningi við indverska fyrirtækið Sahara Group sem auglýsa mun á treyjum félagsins eftir að samningurinn við AIG rennur út.

Samningur United við tryggingafélagið AIG rennur út á næsta ári og var fjögurra ára samningur upp á 100 milljónir punda, en hann verður ekki endurnýjaður vegna erfiðleika í rekstri AIG.

Sahara Group er fjármálafyrirtæki sem m.a. stundar víðtæk fasteignaviðskipti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×