Enski boltinn

Derbyshire á leið frá Blackburn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Matt Derbyshire fagnar marki í leik með Olympiakos.
Matt Derbyshire fagnar marki í leik með Olympiakos. Nordic Photos / AFP

Allt útlit er fyrir að Matt Derbyshire muni ganga til liðs við Olympiakos á Grikklandi þar sem hann hefur verið í láni síðan um áramótin.

Derbyshire er á mála hjá Blackburn en félagið mun hafa tekið þriggja milljóna punda tilboði Grikkjanna í leikmanninn.

Hann skoraði ellefu mörk á tímabilinu í Grikklandi og er sagður vera áhugasamur um að spila áfram með Olympiakos. Hann kom við sögu í 17 leikjum með Blackburn á undanförnu tímabili og skoraði í þeim tvö mörk.

Blackburn hefur nú gefið honum leyfi til að hefja viðræður við Olympiakos um kaup og kjör.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×