Enski boltinn

Hverjum er það að kenna ef Newcastle fellur?

Mike Ashley á eflaust eftir að skella í sig nokkrum köldum um helgina - annað hvort til að fagna eða drekkja sorgum sínum
Mike Ashley á eflaust eftir að skella í sig nokkrum köldum um helgina - annað hvort til að fagna eða drekkja sorgum sínum Mynd/Netið

Ef Newcastle fellur úr ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi, verður það hvorki Manchester United né Hull að kenna, heldur félaginu sjálfu.

Þetta er niðurstaða pistils sem Martin Samuel ritar á vef Daily Mail í dag.

Newcastle sækir Aston Villa heim í lokaleik sínum í deildinni á meðan helstu keppinautar liðsins, Hull City, mætir varaliði Manchester United sem hvílir sína bestu menn fyrir úrslitaleikinn í meistaradeildinni og er þegar búið að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn.

Einhver myndi segja að það væri ósanngjarnt að lið í botnbaráttu fengi að spila við varalið annars liðs í lokaumferðinni, en eins og Samuel bendir réttilega á í pistli sínum er langt síðan vitað var að Hull myndi spila við United lið í lokaumferðinni sem ef til vill hefði um annað að hugsa á þeim tímapunkti.

Nei, ef Newcastle fellur, verður það alfarið félaginu sjálfu að kenna - ekki síst eiganda og stjórn. Lítum á bláköld rök frá Martin Samuel.

Ef Newcastle fellur verður það af því að...

-Liðið hefur aðeins unnið tvo útileiki í vetur

-Það hefur tapað sjö sinnum á heimavelli

-Það hefur aðeins fengið 22 stig á heimavelli

-Það hefur fengið á sig 29 mörk á heimavelli

-Það hefur tapað stigum á móti lakari liðum í deildinni

-Það er með níu framherja sem skora ekki mörk

-Alan Shearer er fjórði stjóri liðsins á leiktíðinni

-Varnarleikurinn er ömurlegur

-Newcastle á einn vinstri bakvörð og hann er meiddur

-Félagið seldi sinn besta leikmann (Shay Given)

-Eigandi félagsins er vonlaus

-Fyrrum eigandi félagsins var það líka

-Félagið hefur keypt gagnslausa leikmenn dýru verði

-Eigandinn kom á gölluðu stjórnkerfi innan félagsins

-Sjúkraþjálfarar félagsins eru vanhæfir

-Félagið hefur verið í molum lengi og það er loksins að bitna á því núna






Fleiri fréttir

Sjá meira


×