Segja nýtt hrun ekki blasa við 25. apríl 2009 04:15 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins telur nýtt hrun vofa yfir Íslandi. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra kveðst algerlega ósammála þeirri niðurstöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, að hrun blasi við íslenska efnahagskerfinu. „Niðurstaðan er sú að matið á íslensku bönkunum og stöðu íslenskra fyrirtækja er það að hér sé að hefjast fullkomið kerfishrun. Allsherjarhrun íslensks efnahagslífs," segir Sigmundur Davíð á netsíðu sinni á fimmtudag og vísar í úttekt endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte og matsfyrirtækisins Oliver Wyman á verðmæti eigna bankanna. Gylfi segist ekki hafa séð það minnisblað sem Sigmundur Davíð vísi í og kannist ekki heldur við tölur sem hann nefnir. „Það hefur ekkert komið inn á mitt borð sem bendir til þess að afraksturinn út úr þrotabúum gömlu bankanna verði eitthvað miklu minni en ráð var fyrir gert. Það liggur náttúrulega fyrir að það varð gífurlegt tjón, upp á mörg þúsund milljarða, þegar bankarnir hrundu síðastliðið haust en það hefur ekkert gerst síðan þá sem bendir til þess að menn hafi verið alltof bjartsýnir í kjölfarið. Ef eitthvað er þá er myndin aðeins að skýrast og hún er ekki þannig að tjónið sé miklu meira en ráð var fyrir gert," segir Gylfi sem telur útkomuna í heild verða svipaða og áður var talið. Þá sagði Fjármálaeftirlitið í svari til fjölmiðla í gær að staðhæfingar Sigmundar Davíðs stæðust ekki. Í samtali við Vísi sagði hann hins vegar að stjórnvöld héldu upplýsingum um málið leyndum. - gar Kosningar 2009 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra kveðst algerlega ósammála þeirri niðurstöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, að hrun blasi við íslenska efnahagskerfinu. „Niðurstaðan er sú að matið á íslensku bönkunum og stöðu íslenskra fyrirtækja er það að hér sé að hefjast fullkomið kerfishrun. Allsherjarhrun íslensks efnahagslífs," segir Sigmundur Davíð á netsíðu sinni á fimmtudag og vísar í úttekt endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte og matsfyrirtækisins Oliver Wyman á verðmæti eigna bankanna. Gylfi segist ekki hafa séð það minnisblað sem Sigmundur Davíð vísi í og kannist ekki heldur við tölur sem hann nefnir. „Það hefur ekkert komið inn á mitt borð sem bendir til þess að afraksturinn út úr þrotabúum gömlu bankanna verði eitthvað miklu minni en ráð var fyrir gert. Það liggur náttúrulega fyrir að það varð gífurlegt tjón, upp á mörg þúsund milljarða, þegar bankarnir hrundu síðastliðið haust en það hefur ekkert gerst síðan þá sem bendir til þess að menn hafi verið alltof bjartsýnir í kjölfarið. Ef eitthvað er þá er myndin aðeins að skýrast og hún er ekki þannig að tjónið sé miklu meira en ráð var fyrir gert," segir Gylfi sem telur útkomuna í heild verða svipaða og áður var talið. Þá sagði Fjármálaeftirlitið í svari til fjölmiðla í gær að staðhæfingar Sigmundar Davíðs stæðust ekki. Í samtali við Vísi sagði hann hins vegar að stjórnvöld héldu upplýsingum um málið leyndum. - gar
Kosningar 2009 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira