Enski boltinn

Chelsea á eftir Assmann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik með Chelsea.
Úr leik með Chelsea. Nordic Photos / Getty Images
Chelsea er sagt á höttunum eftir Fabian Assmann, 23 ára leikmanni Independiente í Argentínu.

Assmann er sagður í enskum fjölmiðlum hafa vakið athygli Arsenel, Everton, Wolves og Birmingham auk annarra félaga í Evrópu.

Hann er markvörður og hefur Chelsea verið að leita að varamarkverði fyrir Petr Cech.

Umboðsmaður Assmann, Barry McIntosh, segir hann hins vegar hafa meiri áhuga að fara til félags þar sem hann yrði aðalmarkvörður liðsins.

„Assmann mun spila með argentínska landsliðinu mjög fljótlega og á góðan möguleika á að komast í leikmannahóp liðsins fyrir HM á næsta ári."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×