Fótbolti

Mowbray tekur við Celtic

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tony Mowbray.
Tony Mowbray. Nordic Photos/Getty Images

Celtic staðfesti í dag að það hefði ráðið Tony Mowbray sem þjálfara félagsins í stað Gordon Strachan sem hætti störfum í lok síðustu leiktíðar.

Mowbray stýrði liði WBA á síðustu leiktíð en liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni undir hans stjórn.

Mowbray er fyrrum leikmaður Celtic en hann gekk í raðir félagsins árið 1991 og spilaði með félaginu til ársins 1995.

Hann hefur áður þjálfað í Skotlandi en hann stýrði liði Hibernian árin 2004-06 en þá tók hann við stjórnartaumunum hjá WBA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×