Enski boltinn

90 mínútur búnar af enska boltanum og enn ekkert mark

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gareth Southgate, stjóri Middlesbrough.
Gareth Southgate, stjóri Middlesbrough. Mynd/AFP

Fyrsti leikur ensku b-deildarinnar fór fram í gærkvöldi þegar Middlesbrough lék sinn fyrsta leik utan ensku úrvalsdeildarinnar í tólf ár. Middlesbrough tók á móti Sheffield United og niðurstaðan var markalaust jafntefli.

Fyrsta mark tímabilsins í ensku deildinni hefur því enn ekki litið dagsins ljóst en það ætti að breytast fljótt þegar keppni í öllum deildum, nema úrvalsdeildinni, hefst klukkan 14.00 í dag.

„Við fengum góða kynningu á b-deildinni í kvöld og Sheffield United er gott dæmi um fótboltann sem er spilaður í þessari deild. Þeir eru stórir, sterkir og skipulagir en ég var mjög ánægður hvernig við stóðumst líkamlega prófið," sagði Gareth Southgate, stjóri Middlesbrough.

„Þetta var erfið byrjun fyrir okkur en við héldum hreinu og fengum eitt stig. Nú þurfum við bara að fara að skora líka og við erum að vinna í því," sagði Southgate.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×