Enski boltinn

Villa gerir Barry nýtt tilboð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gareth Barry.
Gareth Barry. Nordic Photos/Getty Images

Randy Lerner, eigandi Aston Villa, segist vera bjartsýnn á að Gareth Barry verði áfram í herbúðum félagsins á næstu leiktíð í kjölfar þess að hann bauð honum og nýjan og betri samning.

Litlu mátti muna að Barry hefði farið til Liverpool í fyrra en Liverpool neitaði á endanum að greiða uppsett verð fyrir leikmanninn.

„Við erum búnir að ræða nýjan samning við Gareth. Hann er heiðursmaður, frábær leikmaður og fyrirliði," sagði Lerner um fyrirliðann sinn.

Lerner hefur einnig tjáð stjóranum, Martin O´Neill að hann muni fá peninga til þess að styrkja liðið í sumar.

O´Neill eyddi 50 milljónum punda í nýja leikmenn síðasta sumar en Lerner vildi ekki gefa upp hversu miklu hann væri til í að eyða að þessu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×