Enski boltinn

Bruce orðaður við Sunderland

NordicPhotos/GettyImages

Steve Bruce, knattspyrnustjóri Wigan, þykir líklegastur til að verða næsti stjóri Sunderland að mati enskra veðbanka.

Sunderland er án stjóra eftir að Ricky Sbragia sagði af sér um helgina, en nafn Gordon Strachan hefur líka borið á góma þegar talað er um hverjir séu líklegastir í starfið.

Bruce náði prýðilegum árangri með Wigan-liðið í vetur þrátt fyrir að hafa haft úr litlum fjármunum að moða og þó hann hafi þurft að horfa á eftir lykilmönnum eins og Wilson Palacios í janúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×