EES-samningurinn í hættu falli Icesave 7. október 2009 06:00 Eiríkur Bergmann Náist ekki niðurstaða í Icesave-málinu er hætta á að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) verði sagt upp, að mati sérfræðinga í Evrópumálum. Ísland uppfyllir ekki skilyrði EES-samningsins, og hefur ekki gert frá því neyðarlögin heftu frjálst flæði fjármagns frá landinu, segir Eiríkur Bergmann, dósent og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst. Evrópusambandið (ESB) ætti með réttu að vera búið að krefjast úrbóta, en hefur ekki gert vegna umsóknar Íslands um aðild að sambandinu, segir Eiríkur. Dragi Ísland umsókn sína til baka, án þess að vera þá búið að samþykkja Icesave muni framkvæmdastjórn ESB að öðru óbreyttu ekki eiga aðra úrkosti en að segja upp EES-samningnum. „Ísland hefur tvær mögulegar leiðir. Annars vegar að samþykkja Icesave, taka að fullu þátt í alþjóðlegu samstarfi, og njóta stuðnings sem í því felst á frjálsum markaði. Hins vegar getum við dregið okkur út úr hinum alþjóðlega fjármagnsmarkaði, hætt við Icesave og haldið gjaldeyrishöftunum. Ég legg ekki mat á hvor leiðin er vænlegri,“ segir Eiríkur. Kristján Vigfússon, aðjúnkt og forstöðumaður Evrópufræða við Háskólann í Reykjavík, segir erfitt að spá fyrir um hvað gerist í alþjóðastjórnmálum um þessar mundir, en ljóst sé að framkvæmdastjórn ESB hafi áhyggjur af gjaldeyrishöftum hér á landi. Það megi meðal annars sjá á spurningum sambandsins til íslenskra stjórnvalda vegna aðildarviðræðna Íslands að ESB. Alþjóðakerfið er óútreiknanlegt, og ekki er hægt að útiloka að náist ekki samkomulag um Icesave geti það leitt af sér uppsögn EES-samningsins, segir Kristján. Hann segist þó varla trúa því að til þess muni koma, enda hafi tekist að halda samningnum utan við þær milliríkjadeilur sem íslensk stjórnvöld standi nú í. Komi til uppsagnar yrði það varla fyrr en að yfirstöðnu kæruferli hjá Eftirlitsstofnun EFTA, segir Kristján. Slíkt mál yrði væntanlega forgangsmál hjá stofnuninni, og myndi líklega taka einhverja mánuði í vinnslu. „Það er ekki hægt að útiloka að EES-samningurinn sé í hættu, en í mínum huga eru töluvert miklar líkur á að ef við göngum ekki frá Icesave verður aðildarumsókn okkar [að ESB], sem við vorum að vonast til að færi fyrir leiðtogaráð ESB í desember, varla tekin fyrir á þeim fundi,“ segir Kristján.brjann@frettabladid.is Kristján Vigfússon Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Náist ekki niðurstaða í Icesave-málinu er hætta á að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) verði sagt upp, að mati sérfræðinga í Evrópumálum. Ísland uppfyllir ekki skilyrði EES-samningsins, og hefur ekki gert frá því neyðarlögin heftu frjálst flæði fjármagns frá landinu, segir Eiríkur Bergmann, dósent og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst. Evrópusambandið (ESB) ætti með réttu að vera búið að krefjast úrbóta, en hefur ekki gert vegna umsóknar Íslands um aðild að sambandinu, segir Eiríkur. Dragi Ísland umsókn sína til baka, án þess að vera þá búið að samþykkja Icesave muni framkvæmdastjórn ESB að öðru óbreyttu ekki eiga aðra úrkosti en að segja upp EES-samningnum. „Ísland hefur tvær mögulegar leiðir. Annars vegar að samþykkja Icesave, taka að fullu þátt í alþjóðlegu samstarfi, og njóta stuðnings sem í því felst á frjálsum markaði. Hins vegar getum við dregið okkur út úr hinum alþjóðlega fjármagnsmarkaði, hætt við Icesave og haldið gjaldeyrishöftunum. Ég legg ekki mat á hvor leiðin er vænlegri,“ segir Eiríkur. Kristján Vigfússon, aðjúnkt og forstöðumaður Evrópufræða við Háskólann í Reykjavík, segir erfitt að spá fyrir um hvað gerist í alþjóðastjórnmálum um þessar mundir, en ljóst sé að framkvæmdastjórn ESB hafi áhyggjur af gjaldeyrishöftum hér á landi. Það megi meðal annars sjá á spurningum sambandsins til íslenskra stjórnvalda vegna aðildarviðræðna Íslands að ESB. Alþjóðakerfið er óútreiknanlegt, og ekki er hægt að útiloka að náist ekki samkomulag um Icesave geti það leitt af sér uppsögn EES-samningsins, segir Kristján. Hann segist þó varla trúa því að til þess muni koma, enda hafi tekist að halda samningnum utan við þær milliríkjadeilur sem íslensk stjórnvöld standi nú í. Komi til uppsagnar yrði það varla fyrr en að yfirstöðnu kæruferli hjá Eftirlitsstofnun EFTA, segir Kristján. Slíkt mál yrði væntanlega forgangsmál hjá stofnuninni, og myndi líklega taka einhverja mánuði í vinnslu. „Það er ekki hægt að útiloka að EES-samningurinn sé í hættu, en í mínum huga eru töluvert miklar líkur á að ef við göngum ekki frá Icesave verður aðildarumsókn okkar [að ESB], sem við vorum að vonast til að færi fyrir leiðtogaráð ESB í desember, varla tekin fyrir á þeim fundi,“ segir Kristján.brjann@frettabladid.is Kristján Vigfússon
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira