Enski boltinn

Fiorentina vill Eboue í stað Melo

Elvar Geir Magnússon skrifar
Melo í leik með brasilíska landsliðinu.
Melo í leik með brasilíska landsliðinu.

Ítalska félagið Fiorentina hefur látið forráðamenn Arsenal vita að ef þeir vilji fá miðjumanninn Felipo Melo þurfi þeir að láta Emmanuel Eboue af hendi í skiptum auk vænnar upphæðar.

Brasilíumaðurinn Melo er 25 ára en hann skrifaði nýlega undir framlengingu á samningi sínum. Hann vakti athygli fyrir frábæra frammistöðu í Álfukeppninni og er á óskalista Arsenal og Juventus.

Eboue hefur ekki átt sjö dagana sæla hjá Arsenal að undanförnu og sagði í viðtali um daginn að hann væri ósáttur við fá tækifæri í byrjunarliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×