Enski boltinn

Shepherd vill kaupa Newcastle

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Freddy Shepherd.
Freddy Shepherd.
Freddy Shepherd, fyrrum stjórnarformaður Newcastle, er sagður fara fyrir fjárfestingarhópi sem er reiðubúið að borga 60 milljónir punda fyrir Newcastle.

Þetta hefur fréttastofa BBC eftir heimildum sínum. Shepherd var við stjórnvölinn hjá félaginu áður en Mike Ashley keypti félagið fyrir tveimur árum. Þá seldi Shepherd Ashley sín hlut í félaginu fyrir 134 milljónir punda.

Þó segir í fréttinni að líklegt þykir að tilboði Shepherd verði tekið. Þegar Ashley setti félagið fyrst á sölu í haust vonaðist hann til að fá 300 milljónir punda fyrir það en samtals hefur hann lagt 244 milljónir í félagið.

Shepherd varð stjórnarformaður Newcastle árið 1997 og skömmu síðar keypti það Alan Shearer. Hann þótti alltaf umdeildur og var bolað frá félaginu þegar að Ashley keypti það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×