Fótbolti

Enginn kvartaði þegar Owen var keyptur

Owen er á útleið frá Newcastle eftir 79 leiki með félaginu á fjórum árum.
Owen er á útleið frá Newcastle eftir 79 leiki með félaginu á fjórum árum. Nordicphotos/GettyImages
Sá sem keypti Michael Owen til Newcastle segir að „allir hafi sagt að hann yrðu frábær kaup,“ þegar hann gekk í raðir félagsins fyrir sautján milljónir punda. Það er Freddy Shepard, fyrrum stjórnarformaður, en Owen fer frá félaginu á frjálsri sölu á þriðjudaginn.

Owen var í fjögur ár hjá Newcastle og hefur ferillinn svo sannarlega farið niður á við eftir að hann fór frá Liverpool til Real Madrid „til að vinna titla“. Hann spilaði aðeins 79 leiki með Newcastle. Shepard taldi að Owen yrði jafn góð kaup og Alan Shearer á sínum tíma.

„Það er auðvelt a vera vitur eftir á. Það er auðvelt fyrir fólk að segja í dag að kaupin á Michael hafi verið skelfileg, en öllum fannst þetta vera stórkostleg kaup á sínum tíma,“ sagði Shepard. Liverpool hafði einnig áhuga á Owen þá, en ekki á himinháum verðmiðanum.

„Það voru engir efasemdarmenn fyrir fjórum árum. Þetta voru risakaup og enginn af þeim þúsundum sem komu til að bjóða hann velkominn kvörtuðu,“ sagði Shepard en Hull og Stoke eru einu félögin sem sýnt hafa Owen áhuga undanfarið. „Enginn sá þessa meiðslahrinu fyrir,“ bætti Shepard við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×