Það er talsvert fjallað um Eið Smára Guðjohnsen í breskum fjölmiðlum í dag en sem kunnugt er var hann settur á sölulista hjá Barcelona í gær.
Segja sumir þeirra að Eiður gæti hugsanlega verið kaup sumarsins enda frábær leikmaður á fínum aldri sem fæst fyrir sanngjarnan og frekar lítinn pening.
Er sagt að Barcelona vilji fá 4 milljónir punda fyrir Eið Smára.
Bresku blöðin segja að Aston Villa, Everton, Fulham og West Ham hafi öll áhuga og svo hefur Blackburn einnig sýnt áhuga áður.
Svo á Eiður líka þann möguleika að fara til Tyrklands ef hann vill en Besiktas vill fá hann í sínar raðir.