Markvörðurinn Joe Hart er á leið til Birmingham þar sem hann verður í láni í eitt ár. David Gold, stjórnarformaður félagsins, segir að það muni valda honum miklum vonbrigðum ef þetta gengur ekki eftir.
Hart er nú að leika með U-21 landsliði Englands á EM í Svíþjóð en búist er við því að gengið verði frá þessu þegar hann snýr aftur til Englands.
Hart var aðalmarkvörður Manchester City í upphafi síðasta tímabils en missti sætið til Shay Given sem var keyptur í janúar síðastliðnum.
Mark Hughes, stjóri City, vill að Hart fái að spila reglulega.
