Mauricio Pellegrino, þjálfari hjá Liverpoool, segir það ekki útilokað að Javier Mascherano fari frá Liverpool nú í sumar.
Barcelona er sagt hafa mikinn áhuga á kappanum og mun umboðsmaður Mascherano hafa hitt fulltrúa félagsins á miðvikudaginn síðastliðinn.
Rafael Benitez knattspyrnustjóri hefur ítrekað sagt að hann ætli sér ekki að selja Mascherano enda sé hann mikilvægur hluti liðsins.
„Peningar hafa alltaf úrslitaáhrif þegar viðræður fara af stað,“ sagði Pellegrino við spænska fjölmiðla. „Mascherano er þó mikilvægur leikmaður fyrir okkur og vil ég ekki fullyrða neitt um málið. Það er þó allt hægt í fótbolta.“
Ekki útilokað að Mascherano fari
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
