Misstu allt sitt í bruna 22. janúar 2009 06:30 Þau Phillip, Maja og Mark misstu allt sem þau höfðu með sér til Íslands í brunanum á Klapparstíg. MYND/fréttablaðið/vilhelm „Það er ekki beint burðugt á okkur ástandið núna. Við eigum enga peninga, engin föt og þar fram eftir götunum. En svona er lífið. Helst af öllu viljum við finna köttinn okkar, hann Ingólf, aftur, en honum týndum við í öllum látunum þegar eldurinn kom upp,“ segir Phillip Krah, sem ásamt Maju Feierabend, unnustu sinni, og Mark Hymøller, vini þeirra, leigðu íbúð í húsi við Klapparstíg sem varð eldi að bráð aðfaranótt 16. janúar síðastliðinn. Þau höfðu flutt inn í íbúðina fjórum dögum fyrir eldsvoðann. Þremenningarnir búa þessa dagana á gistiheimili Hjálpræðishersins, en þar fengu þau einnig inni fyrsta mánuðinn eftir að þau fluttust til Íslands í byrjun október. Í millitíðinni störfuðu þau Phillip og Maja á sveitabýli nálægt Selfossi, en nú vinna þau öll á veitingastöðum í höfuðborginni. Að sögn Phillips hafði parið undirbúið flutninginn hingað til lands í rúmt ár, en þau ólust bæði upp í litlu þorpi nálægt borginni Hildburghausen í miðhluta Þýskalands. Mark á hins vegar rætur sínar að rekja til Sønderborg í Danmörku. „Það hafði lengi verið draumur okkar að búa á Íslandi. Þetta er frábært land og náttúrufegurðin einstök. Svo kunnum við vel að meta íslenska popptónlist og það minnkaði ekki löngunina,“ segir Phillip og hlær. Hann viðurkennir að hafa orðið lafhræddur þegar hann var vakinn og sagt að eldur væri laus í húsinu. „Við höfðum rétt svo tíma til að grípa vegabréfin okkar og svo þurftum við að hlaupa út úr húsinu. Allt sem við áttum brann, líka reiðufé sem við höfðum fengið í laun frá veitingastaðnum, því við höfðum ekki stofnað bankareikning á þeim tíma. Nú er bara að vona að hagur okkar vænkist á næstunni.“ Kettinum Ingólfi kynntist Phillip og Maja á sveitabýlinu þar sem þau unnu og tóku hann með sér til Reykjavíkur. „Okkur fannst svalt að nefna þennan frábæra kött eftir manninum sem fyrst settist að á Íslandi. Hann fannst ekki eftir brunann og við erum viss um að hann er enn á lífi. Við söknum hans mjög mikið og vonum að hann finnist sem allra fyrst,“ segir Phillip, og biður lesendur sem gætu hafa orðið varir við Ingólf að hafa samband í síma 862-9498. kjartan@frettabladid.is Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Það er ekki beint burðugt á okkur ástandið núna. Við eigum enga peninga, engin föt og þar fram eftir götunum. En svona er lífið. Helst af öllu viljum við finna köttinn okkar, hann Ingólf, aftur, en honum týndum við í öllum látunum þegar eldurinn kom upp,“ segir Phillip Krah, sem ásamt Maju Feierabend, unnustu sinni, og Mark Hymøller, vini þeirra, leigðu íbúð í húsi við Klapparstíg sem varð eldi að bráð aðfaranótt 16. janúar síðastliðinn. Þau höfðu flutt inn í íbúðina fjórum dögum fyrir eldsvoðann. Þremenningarnir búa þessa dagana á gistiheimili Hjálpræðishersins, en þar fengu þau einnig inni fyrsta mánuðinn eftir að þau fluttust til Íslands í byrjun október. Í millitíðinni störfuðu þau Phillip og Maja á sveitabýli nálægt Selfossi, en nú vinna þau öll á veitingastöðum í höfuðborginni. Að sögn Phillips hafði parið undirbúið flutninginn hingað til lands í rúmt ár, en þau ólust bæði upp í litlu þorpi nálægt borginni Hildburghausen í miðhluta Þýskalands. Mark á hins vegar rætur sínar að rekja til Sønderborg í Danmörku. „Það hafði lengi verið draumur okkar að búa á Íslandi. Þetta er frábært land og náttúrufegurðin einstök. Svo kunnum við vel að meta íslenska popptónlist og það minnkaði ekki löngunina,“ segir Phillip og hlær. Hann viðurkennir að hafa orðið lafhræddur þegar hann var vakinn og sagt að eldur væri laus í húsinu. „Við höfðum rétt svo tíma til að grípa vegabréfin okkar og svo þurftum við að hlaupa út úr húsinu. Allt sem við áttum brann, líka reiðufé sem við höfðum fengið í laun frá veitingastaðnum, því við höfðum ekki stofnað bankareikning á þeim tíma. Nú er bara að vona að hagur okkar vænkist á næstunni.“ Kettinum Ingólfi kynntist Phillip og Maja á sveitabýlinu þar sem þau unnu og tóku hann með sér til Reykjavíkur. „Okkur fannst svalt að nefna þennan frábæra kött eftir manninum sem fyrst settist að á Íslandi. Hann fannst ekki eftir brunann og við erum viss um að hann er enn á lífi. Við söknum hans mjög mikið og vonum að hann finnist sem allra fyrst,“ segir Phillip, og biður lesendur sem gætu hafa orðið varir við Ingólf að hafa samband í síma 862-9498. kjartan@frettabladid.is
Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent