Innlent

Ekkert annað en táragas í stöðunni

Pokar með saur og þvagi var meðal þess sem reynt var að kasta að lögreglumönnum í nótt. Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðiðsins segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að beita táragasi en til þess hefur ekki verið gripið í 60 ár.

Mótmælin í miðborginni í gær náði nýjum hæðum þegar lögregla sá sig knúna til að beita táragasi. Það veldur sviða og táraflóði ef það berst í augu og gagnast til að dreifa mannfjölda. Það sem við sjáum hér eru reyksprengjur sem notaðar eru áður en gasinu er sleppt og lögreglu gefst þá tækifæri á að setja á sig gasgrímur. Í mótmælum árið 1949 var grjóti, eggjum og mold látið rigna yfir Alþingishúsið og lögregla greip til táragass. Hópur fólks á Austurvelli í nótt lét hins vegar ekki nægja að beina reiði sinni að Alþingishúsinu. Spjótin beindust að lögreglu.

Grjót lenti á höfðu lögreglumanns og annar var hæfður í öxlina. Auk þess mættu óeirðarseggir með poka sem í var hland og saur, og reynt var að hæfa lögreglu með glerflöskum og skoteldum og öðru lauslegu.

Þótt myndir hafi birst af lögregluþjónum hrópa gas áður en efni er sprautað þá er í raun ekki verið að nota gas heldur piparúða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×