Krafa um stjórnarslit og kosningar í vor 22. janúar 2009 03:30 Harðri andstöðu við ríkisstjórnarsamstarfið var lýst á fjölmennum fundi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík í gærkvöldi. Þingmenn jafnt sem almennir flokksmenn sögðu rétt að kjósa í vor. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, og Lúðvík Bergvinsson þingflokksformaður vilja báðir að kosið verði í vor. Raunar er meirihluti þingflokksins þeirrar skoðunar. Geir H. Haarde forsætisráðherra er á öðru máli. Hann telur mikið glapræði að efna til kosninga nú enda standi ríkisstjórnin í stórræðum. Geir segir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra hafa staðfest við sig í símtali í gær að stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar væri ekki í hættu. Á fundi þingflokks Sjálfstæðisflokksins í gær voru margar hliðar pólitíska og þjóðfélagslega ástandsins ræddar. Þótt þingmenn væru sammála um að óábyrgt væri að boða til kosninga nú eru sumir þeirra þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að tímasetja kosningar. Með því væri mögulegt að koma á ró í samfélaginu. Í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi sagði Geir ekkert mæla gegn því að kjósa næsta vetur. Geir hefur verið gagnrýndur af samflokksmönnum sínum fyrir að beita sér ekki fyrir breytingum á yfirstjórn Seðlabanka og Fjármálaeftirlits. Á fundi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík í gærkvöldi sagði Lúðvík Bergvinsson nauðsynlegt að gera mannabreytingar í stofnunum tveimur. Formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sagði í gær flokk sinn reiðubúinn að verja minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna falli, gegn því að efnt verði til kosninga fyrir apríllok. Samfylkingin hefur ekki áhuga á slíku stjórnarsamstarfi en Steingrímur J. Sigfússon fagnaði hugmyndinni. Áfram var mótmælt af krafti við Alþingi í gær þar sem talið er að vel á þriðja þúsund mótmælendur hafi komið saman. Mótmælendur tóku sér einnig stöðu við Stjórnarráðið þar sem Geir H. Haarde, forsætisráðherra þurfti aðstoð lögreglu við að komast frá Stjórnarráðinu. Á níunda tímanum í gærkvöldi kom hópur mótmælenda saman við Þjóðleikhúsið þar sem Samfylkingarfélagið í Reykjavík fundaði um framtíð stjórnarsamstarfsins. Rætt verður um stöðu efnahagsmála og horfur á vinnumarkaði á þingfundi sem hefst klukkan hálf ellefu í dag. sjá síður 4, 6, 8 og 10 / - bþs, Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Harðri andstöðu við ríkisstjórnarsamstarfið var lýst á fjölmennum fundi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík í gærkvöldi. Þingmenn jafnt sem almennir flokksmenn sögðu rétt að kjósa í vor. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, og Lúðvík Bergvinsson þingflokksformaður vilja báðir að kosið verði í vor. Raunar er meirihluti þingflokksins þeirrar skoðunar. Geir H. Haarde forsætisráðherra er á öðru máli. Hann telur mikið glapræði að efna til kosninga nú enda standi ríkisstjórnin í stórræðum. Geir segir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra hafa staðfest við sig í símtali í gær að stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar væri ekki í hættu. Á fundi þingflokks Sjálfstæðisflokksins í gær voru margar hliðar pólitíska og þjóðfélagslega ástandsins ræddar. Þótt þingmenn væru sammála um að óábyrgt væri að boða til kosninga nú eru sumir þeirra þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að tímasetja kosningar. Með því væri mögulegt að koma á ró í samfélaginu. Í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi sagði Geir ekkert mæla gegn því að kjósa næsta vetur. Geir hefur verið gagnrýndur af samflokksmönnum sínum fyrir að beita sér ekki fyrir breytingum á yfirstjórn Seðlabanka og Fjármálaeftirlits. Á fundi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík í gærkvöldi sagði Lúðvík Bergvinsson nauðsynlegt að gera mannabreytingar í stofnunum tveimur. Formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sagði í gær flokk sinn reiðubúinn að verja minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna falli, gegn því að efnt verði til kosninga fyrir apríllok. Samfylkingin hefur ekki áhuga á slíku stjórnarsamstarfi en Steingrímur J. Sigfússon fagnaði hugmyndinni. Áfram var mótmælt af krafti við Alþingi í gær þar sem talið er að vel á þriðja þúsund mótmælendur hafi komið saman. Mótmælendur tóku sér einnig stöðu við Stjórnarráðið þar sem Geir H. Haarde, forsætisráðherra þurfti aðstoð lögreglu við að komast frá Stjórnarráðinu. Á níunda tímanum í gærkvöldi kom hópur mótmælenda saman við Þjóðleikhúsið þar sem Samfylkingarfélagið í Reykjavík fundaði um framtíð stjórnarsamstarfsins. Rætt verður um stöðu efnahagsmála og horfur á vinnumarkaði á þingfundi sem hefst klukkan hálf ellefu í dag. sjá síður 4, 6, 8 og 10 / - bþs,
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði