Krafa um stjórnarslit og kosningar í vor 22. janúar 2009 03:30 Harðri andstöðu við ríkisstjórnarsamstarfið var lýst á fjölmennum fundi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík í gærkvöldi. Þingmenn jafnt sem almennir flokksmenn sögðu rétt að kjósa í vor. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, og Lúðvík Bergvinsson þingflokksformaður vilja báðir að kosið verði í vor. Raunar er meirihluti þingflokksins þeirrar skoðunar. Geir H. Haarde forsætisráðherra er á öðru máli. Hann telur mikið glapræði að efna til kosninga nú enda standi ríkisstjórnin í stórræðum. Geir segir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra hafa staðfest við sig í símtali í gær að stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar væri ekki í hættu. Á fundi þingflokks Sjálfstæðisflokksins í gær voru margar hliðar pólitíska og þjóðfélagslega ástandsins ræddar. Þótt þingmenn væru sammála um að óábyrgt væri að boða til kosninga nú eru sumir þeirra þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að tímasetja kosningar. Með því væri mögulegt að koma á ró í samfélaginu. Í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi sagði Geir ekkert mæla gegn því að kjósa næsta vetur. Geir hefur verið gagnrýndur af samflokksmönnum sínum fyrir að beita sér ekki fyrir breytingum á yfirstjórn Seðlabanka og Fjármálaeftirlits. Á fundi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík í gærkvöldi sagði Lúðvík Bergvinsson nauðsynlegt að gera mannabreytingar í stofnunum tveimur. Formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sagði í gær flokk sinn reiðubúinn að verja minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna falli, gegn því að efnt verði til kosninga fyrir apríllok. Samfylkingin hefur ekki áhuga á slíku stjórnarsamstarfi en Steingrímur J. Sigfússon fagnaði hugmyndinni. Áfram var mótmælt af krafti við Alþingi í gær þar sem talið er að vel á þriðja þúsund mótmælendur hafi komið saman. Mótmælendur tóku sér einnig stöðu við Stjórnarráðið þar sem Geir H. Haarde, forsætisráðherra þurfti aðstoð lögreglu við að komast frá Stjórnarráðinu. Á níunda tímanum í gærkvöldi kom hópur mótmælenda saman við Þjóðleikhúsið þar sem Samfylkingarfélagið í Reykjavík fundaði um framtíð stjórnarsamstarfsins. Rætt verður um stöðu efnahagsmála og horfur á vinnumarkaði á þingfundi sem hefst klukkan hálf ellefu í dag. sjá síður 4, 6, 8 og 10 / - bþs, Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Fleiri fréttir Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Sjá meira
Harðri andstöðu við ríkisstjórnarsamstarfið var lýst á fjölmennum fundi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík í gærkvöldi. Þingmenn jafnt sem almennir flokksmenn sögðu rétt að kjósa í vor. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, og Lúðvík Bergvinsson þingflokksformaður vilja báðir að kosið verði í vor. Raunar er meirihluti þingflokksins þeirrar skoðunar. Geir H. Haarde forsætisráðherra er á öðru máli. Hann telur mikið glapræði að efna til kosninga nú enda standi ríkisstjórnin í stórræðum. Geir segir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra hafa staðfest við sig í símtali í gær að stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar væri ekki í hættu. Á fundi þingflokks Sjálfstæðisflokksins í gær voru margar hliðar pólitíska og þjóðfélagslega ástandsins ræddar. Þótt þingmenn væru sammála um að óábyrgt væri að boða til kosninga nú eru sumir þeirra þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að tímasetja kosningar. Með því væri mögulegt að koma á ró í samfélaginu. Í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi sagði Geir ekkert mæla gegn því að kjósa næsta vetur. Geir hefur verið gagnrýndur af samflokksmönnum sínum fyrir að beita sér ekki fyrir breytingum á yfirstjórn Seðlabanka og Fjármálaeftirlits. Á fundi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík í gærkvöldi sagði Lúðvík Bergvinsson nauðsynlegt að gera mannabreytingar í stofnunum tveimur. Formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sagði í gær flokk sinn reiðubúinn að verja minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna falli, gegn því að efnt verði til kosninga fyrir apríllok. Samfylkingin hefur ekki áhuga á slíku stjórnarsamstarfi en Steingrímur J. Sigfússon fagnaði hugmyndinni. Áfram var mótmælt af krafti við Alþingi í gær þar sem talið er að vel á þriðja þúsund mótmælendur hafi komið saman. Mótmælendur tóku sér einnig stöðu við Stjórnarráðið þar sem Geir H. Haarde, forsætisráðherra þurfti aðstoð lögreglu við að komast frá Stjórnarráðinu. Á níunda tímanum í gærkvöldi kom hópur mótmælenda saman við Þjóðleikhúsið þar sem Samfylkingarfélagið í Reykjavík fundaði um framtíð stjórnarsamstarfsins. Rætt verður um stöðu efnahagsmála og horfur á vinnumarkaði á þingfundi sem hefst klukkan hálf ellefu í dag. sjá síður 4, 6, 8 og 10 / - bþs,
Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Fleiri fréttir Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Sjá meira