Enski boltinn

Walcott valinn í U-21 árs lið Englendinga

Nordic Photos/Getty Images

Stuart Pearce landsliðisþjálfari U-21 árs liðs Englendinga hefur ákveðið að velja Theo Walcott í hóp sinn fyrir EM í sumar þrátt fyrir aðvaranir Arsene Wenger stjóra Arsenal.

Walcott er líka í enska A-landsliðshópnum fyrir leikina gegn Kazakstan og Andorra í næsta mánuði og Arsene Wenger hefur varað við því að Walcott gæti hreinlega brunnið út í sumar ef hann tekur þátt í öllum þessum verkefnum.

Ef yngra lið Englendinga verður Evrópumeistari í sumar myndi það þýða að hann fengi aðeins eina viku í hvíld áður en hann mætir til æfinga með Arsenal á undirbúningstímabilinu.

Wenger á heldur ekki góðar minningar frá því að senda Walcott til æfinga með enska landsliðinu, því síðast kostaði það leikmanninn axlarmeiðsli sem héldu honum frá keppni í fjóra mánuði.

Hér fyrir neðan má sjá hópinn sem fer á EM U-21 í Svíþjóð í sumar:

Joe Hart (Manchester City), Joe Lewis (Peterborough), Scott Loach (Watford)

Martin Cranie (Portsmouth), Kieran Gibbs (Arsenal), Michael Mancienne (Chelsea), Nedum Onuoha (Manchester City), Micah Richards (Manchester City), Andrew Taylor (Middlesbrough), Steven Taylor (Newcastle), James Tomkins (West Ham)

Lee Cattermole (Wigan), Andrew Driver (Hearts) Craig Gardner (Aston Villa), Adam Johnson (Middlesbrough), James Milner (Aston Villa), Fabrice Muamba (Bolton), Mark Noble (West Ham), Jack Rodwell (Everton)

Theo Walcott (Arsenal), Gabriel Agbonlahor (Aston Villa), Frazier Campbell (Manchester United), Danny Welbeck (Manchester United)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×