Enski boltinn

Fulham vill halda Hangeland

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Brede Hageland í leik gegn Manchester United.
Brede Hageland í leik gegn Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Roy Hodgson, knattspyrnustjóri Fulham, hefur staðfest að félagið hafi hafið samningaviðræður við Norðmanninn Brede Hangeland sem hann vill ólmur halda hjá félaginu.

Hangeland á fjórtán mánuði eftir af núverandi samningi sínum við Fulham og eru mörg lið sögð hafa áhuga á að fá hann. Hangeland hefur staðið sig afar vel á þessu tímabili.

„Við höfum ætlað okkur í nokkurn tíma að ræða við hann um framlengingu á samningi hans og bæta kjör samningsins," sagði Hodgson sem sagði þó lítið geta gert í því ef að önnur félög vilja gera tilboð í hann.

„Við munum takast á við það þegar þar að kemur. En við munum gera okkar besta til að halda honum og öðrum leikmönnum hjá félaginu."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×