Enski boltinn

Lescott og Lucio í sigtinu hjá City

Ómar Þorgeirsson skrifar
Joleon Lescott í leik með Everton á síðustu leiktíð.
Joleon Lescott í leik með Everton á síðustu leiktíð. Nordic photos/Getty images

Forráðamenn City er sagðir hafa snúið athyglinni frá John Terry hjá Chelsea og Carles Puyol hjá Barcelona og nú er búist við því að varnarmennirnir Joleon Lescott hjá Everton og Lucio hjá Bayern München séu næstir á óskalistanum.

Everton hefur þegar neitað 15 milljón punda kauptilboði í Lesscott en ekki er talið ólíklegt að City muni koma aftur inn í viðræðurnar með enn hærra kauptilboð.

Hinn 31 árs gamli Lucio er þó talinn raunhæfari möguleiki fyrir City en hann kom til Bæjara árið 2004 og er nú ekki einu sinni öruggur um sæti í byrjunarliði þýska félagsins eftir að Hollendingurinn Louis van Gaal tók við stjórnartaumunum þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×