Andriy Shevchenko hefur ákveðið að fara frá Chelsea en Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri liðsins, greindi frá því í dag.
Chelsea keypti Shevchenko frá AC Milan fyrir metfé, 30 milljónir punda, árið 2006. Hann náði sér hins vegar aldrei á strik í Englandi og var lánaður aftur til AC Milan á síðustu leiktíð.
„Sheva átti ekki möguleika á því að fá að spila reglulega og því ákvað hann að fara," sagði Ancelotti í samtali við enska fjölmiðla í dag.
Ancelotti hefur ákveðið að láta Didier Drogba og Nicolas Anelka spila í sókn Chelsea-liðsins en þeir Daniel Sturridge og Salomon Kalou geta einnig spilað þar.
Shevchenko kom þó inn á sem varamaður í leik Chelsea og Sunderland á dögunum. Nú hafa hins vegar báðir aðilar samþykkt að Shevchenko má byrja að leita sér að nýju félagi. Búist er við því að hann fari til annars félags áður en félagaskiptaglugginn