Enski boltinn

Eriksson orðaður við Portsmouth

Eva Agnarsdóttir skrifar
Svínn Eriksson.
Svínn Eriksson. Nordic Photos/Getty Images

Svíinn Sven-Göran Eriksson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands, hefur sýnt áhuga á því að verða nýr framkvæmdastjóri hjá Portsmouth.

,,Portsmouth er félag með peninga og metnað, sem er mjög mikilvægt fyrir alla stjóra," sagði Eriksson sem hefur alla tíð verið lunkinn við að næla sér í feita samninga.

Arabinn Sulaiman Al-Fahim hefur gert tilboð í félagið og leitar að þekktum einstaklingum til að hrinda áætlunum sínum í framkvæmd. Hann er þekktur fyrir mikinn metnað og er með fulla vasa fjár.

Svíinn var fyrst orðaður við félagið eftir að Tony Adams var rekinn en mánuði seinna var Eriksson látinn fara frá Mexíkó.

Eriksson er tilbúinn til að koma aftur til Englands og hefur þegar verið orðaður við nokkur félög þar í landi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×