Enski boltinn

Ireland framlengir við City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stephen Ireland í leik með City gegn Manchester United.
Stephen Ireland í leik með City gegn Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Manchester City hefur framlengt samning sinn við miðvallarleikmanninn Stephen Ireland til næstu fimm ára.

Ireland hefur átt frábæru gengi að fagna á undanförnu tímabili og var verðlaunaður með nýjum samningi.

„Ég var aldrei í neinum vafa um hvort ég ætti að vera áfram," sagði Ireland sem er 22 ára gamall. „Vonandi verð ég hér til loka ferils míns. Hér er ég ánægður, ég elska félagið og stuðningsmennina og vil hvergi annars staðar vera."

Margir eiga von á því að City verði duglegt á leikmannamarkaðnum í sumar. „Þetta eru spennandi tímar og spennandi að sjá hvernig byrjunarliðið verður í upphafi næsta tímabils. Vonandi getum við verið í toppbaráttu deildarinnar og komist aftur í Evrópukeppnina."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×