Enski boltinn

Ronaldo ítrekar ást sína á United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cristiano Ronaldo hefur sérstakt dálæti á Alex Ferguson.
Cristiano Ronaldo hefur sérstakt dálæti á Alex Ferguson. Nordic Photos / Getty Images

Cristiano Ronaldo hefur enn og aftur ítrekað að hann ætlar sér að vera um kyrrt hjá Manchester United. Það sé hans heimili í dag.

Þetta hefur hann áður sagt og ítrekar nú í löngu viðtali við News of the World sem birtist í dag.

„Hér á ég heima. En fólk mun alltaf ræða þessi mál og skálda ýmsa hluti þó svo að ég segi að hér sé ég ánægður. En hérna vil ég vera og spila," sagði Ronaldo.

„Við lifum á þeim tíma þar sem við eigum möguleika að skrá okkar nöfn í sögubækurnar fyrir frammistöðu okkar á vellinum og þá titla sem við erum að vinna. Stjórinn hefur trú á þessu liði og ég líka. Hérna vil ég vera. Manchester United er mitt heimili."

Viðtalið má lesa í heild sinni hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×