Bandaríski bankinn Goldman Sachs hagnaðist um 3,44 milljarða dala eða 426 milljarða króna á núverandi gengi á tímabilinu apríl til júníloka. Uppgjörið sýndi umtalsvert betri afkomu en greinendur höfðu áður gert ráð fyrir.
Bankinn hefur greitt til baka þau lán sem hann fékk frá bandaríska ríkinu í björgunarpakka þarlendra yfirvalda. Hlutabréf í Goldman Sachs tóku við sér í gær við þessi tíðindi og hafa hækkað um 75 prósent það sem af er ári.
- bþa