Enski boltinn

Stjórarnir klárir með liðin fyrir leik Manchester United og Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Manchester United vann Góðgerðaskjöldinn í fyrra.
Manchester United vann Góðgerðaskjöldinn í fyrra. Mynd/AFP

Stjórarnir Sir Alex Ferguson hjá Manchester United og Carlo Ancelotti hjá Chelsea eru búnir að tilkynna byrjunarliðin sín fyrir leikinn um Góðgerðaskjöldinn sem hefst milli Englandsmeistaranna og bikarmeistaranna eftir hálftíma.

Manchester United hefur unnið Góðgerðaskjöldinn undanfarin tvö ár og alls 17 sinnum frá upphafi. Chelsea hefur unnið Góðgerðaskjöldinn þrisvar sinnum en síðast vann Lundúnaliðið hann árið 2005.

Manchester United vann Chelsea 3-0 í vítakeppni þegar félögin mættust síðast í leik um Góðgerðaskjöldinn árið 2007. Ryan Giggs og Florent Malouda skoruðu þá mörkin í 1-1 jafntefli liðanna. Chelsea vann 2-0 sigur á United í leiknum árið 2000.

Byrjunarlið Manchester United

Ben Foster

John O'Shea

Rio Ferdinand 

Jonny Evans

Patrice Evra

Ji Sung Park

Michael Carrick

Darren Fletcher

Nani

Dimitar Berbatov

Wayne Rooney

Byrjunarlið Chelsea

Petr Cech

Branislav Ivanovic

Ricardo Carvalho

John Terry

Ashley Cole

John Obi Mikel

Mickaël Essien

Frank Lampard

Florent Malouda

Nicolas Anelka

Didier Drogba

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×