Enski boltinn

Framtíð Tevez að skýrast

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nordic Photos/AFP

Það mun væntanlega skýrast á næstu tveim vikum með hvaða félagi Argentínumaðurinn Carlos Tevez leikur með á næsta tímabili.

Man. City er talinn líklegast til að hreppa hnossið en Chelsea er enn í myndinni sem og annað ónefnt félag.

„Á næstu tveim vikum munum við ganga frá þessu. Man. City er í bestri stöðu þar sem félagið er að koma sér upp stórum hópi leikmanna. Samningurinn við Man. Utd rennur formlega út þann 30. júní og við virðum hann," sagði Kia Joorabchian sem fer með samningsmál Tevez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×