Erlent

Gámaskipi rænt við Sómalíu

Óli Tynes skrifar
Sjóræningjarnir sigla langt á haf út á skektum sínum.
Sjóræningjarnir sigla langt á haf út á skektum sínum.

Sómalskir sjóræningjar rændu enn einu skipinu undan ströndum landsins í dag. Að þessu sinni var það gámaskip frá Singapore sem var á leið til Mombasa í Kenya.

Tuttugu og einn maður er í áhöfn skipsins en ekki er vitað um þjóðerni þeirra. Alþjóða siglingastofnunin tilkynnti um rán skipsins. Sjóræningjarnir hafa staðfest töku þess og segjast munu krefjast lausnargjalds.

Sómalskir sjóræningjar hafa grætt tugmilljónir dollara á ránum sín um undanfarin tvö ár. Öflugur alþjóðlegur herskipafloti hefur að vísu gert strik í reikninginn, en ekki tekist að stöðva ránin.

Hafsvæðið sem hann þarf að passa uppá er um þrír milljónir ferkílómetra því ræningjarnir hika ekki við að sigla langt á haf út til þess að finna sér bráð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×