Enski boltinn

Jo fer aftur til City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jo fagnar marki í leik með Everton.
Jo fagnar marki í leik með Everton. Nordic Photos / Getty Images
David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, segir að Brasilíumaðurinn Jo muni snúa aftur til Manchester City í lok leiktíðarinnar. Jo var í láni hjá Everton frá City síðari hluta tímabilsins.

Jo kom til City frá CSKA Moskvu fyrir átján milljónir punda síðastliðið sumar og er ekki útlit fyrir að City sé reiðubúið að lækka verðið mikið fyrir Everton.

„Ég fæ ekki séð að við getum eytt nærri því jafn miklu og þeir gerðu í hann," sagði Moyes. „Það hefur heldur ekki verið rætt um að framlengja lánssamninginn. Það liggur því fyrir að hann fari aftur til Manchester City."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×