Enski boltinn

Gerrard: Hyypia einn sá besti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sami Hyypia fagnar marki í leik með Liverpool.
Sami Hyypia fagnar marki í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Steven Gerrard hefur hlaðið lofi á Sami Hyypia sem leikur sinn síðasta leik í treyju Liverpool á morgun.

Finninn Hyypia er 35 ára gamall og hefur leikið með Liverpool í tíu ár. Hann hefur þegar samið við Bayer Leverkusen í Þýskalandi og gengur til liðs við félagið nú í sumar.

„Það er erfitt að lýsa því hvaða álit við höfum á Sami. Hann reynst okkur gríðarlega vel. Hann á skilið að vera goðsögn hjá félaginu og er einn besti leikmaðurinn sem ég hef spilað með á mínum ferli," sagði Gerrard.

Hyypia kom til Liverpool frá Willem II í Hollandi árið 1999 fyrir 2,5 milljónir punda. Ef hann spilar í dag verður það hans 464. leikur með félaginu en Liverpool tekur á móti Tottenham í dag.

Hann var lengi vel fyrirliði félagsins og hefur unnið Meistaradeild Evrópu og UEFA-bikarkeppnina með félaginu, sem og ensku bikarkeppnina og ensku deildarbikarkeppnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×