Enski boltinn

Lampard bíður spenntur eftir United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Frank Lampard, leikmaður Chelsea.
Frank Lampard, leikmaður Chelsea. Nordic Photos / Getty Images
Frank Lampard, leikmaður Chelsea, bíður spenntur eftir leik liðsins gegn Manchester United á sunnudaginn en þessi lið eru í efstu tveimur sætum ensku úrvalsdeildarinnar. Chelsea er þó með tveggja stiga forystu á United.

„Ég held að það þurfi ekki mikið til að leikmenn verði á tánum fyrir leikinn," sagði Lampard við enska fjölmiðla. „Við munum reyna að auka bilið á milli okkar á toppnum."

„Við höfum verið í mjög góðu formi og það hefur sýnt sig að undanförnu. En það má alltaf bæta sig. Við höfum alls ekki efni á því að slaka eitthvað á."

Lampard og félagar þurfa þó að bíða með að hefja undirbúning fyrir leikinn gegn United þar sem liðið mætir fyrst Atletico Madrid í Meistaradeild Evrópu nú í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×