Enski boltinn

Beckham: Chelsea heppið að fá Ancelotti

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nordic Photos/Getty Images

David Beckham segir að Chelsea sé afar lánsamt að hafa fengið Carlo Ancelotti til þess að stýra liðinu. Ancelotti hefur haft mikil áhrif á Beckham síðan hann kom til AC Milan frá Bandaríkjunum.

„Það er endir á ótrúlegri sögu hjá AC Milan þegar Ancelotti fer. Þetta hafa verið mögnuð ár hjá félaginu undir hans stjórn. Chelsea er heppið að fá hann sem stjóra," sagði Beckham.

Brasilíumaðurinn Kaká mun líka sjá á eftir Ancelotti.

„Ég hef tengst Ancelotti sterkum böndum á þeim sex árum sem ég hef verið hérna. Ég er mjög þakklátur fyrir það sem hann hefur kennt mér og gert fyrir mig. Ég óska honum alls hins besta," sagði Kaká.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×