Enski boltinn

Kaka vill fá Alonso til Real Madrid

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Xabi Alonso, leikmaður Liverpool.
Xabi Alonso, leikmaður Liverpool. Nordic Photos / AFP

Brasilíumaðurinn Kaka segist spenntur fyrir þeirri tilhugsun að Xabi Alonso gangi til liðs við Real Madrid nú í sumar.

Real Madrid hefur nú þegar fest kaup á þeim Kaka, Cristiano Ronaldo og Raul Albiol í sumar auk þess sem Karim Benzema er einnig á leið til félagsins.

Alonso hefur lengi verið orðaður við Real sem er sagt undirbúa tilboð upp á 30 milljónir punda. Hann er nú á mála hjá Liverpool en orðrómur er á kreiki um að Alonso hafi sinnast við Rafa Benitez, stjóra liðsins.

Kaka mætti Alonso mættust tvívegis í úrslitum Meistaradeildarinnar er AC Milan og Liverpool áttust við í úrslitaleiknum árin 2005 og 2007.

„Ég hef spilað á móti honum í tveimur úrslitaleikjum í Meistaradeildinni," sagði Kaka í samtali við spænska fjölmiðla. „Hann er frábær leikmaður og þar að auki spænskur. Honum yrði því vel tekið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×