Enski boltinn

Wenger vongóður um að halda Adebayor

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Adebayor í leik með Arsenal.
Adebayor í leik með Arsenal. Nordic Photos / AFP

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist vongóður um að félagið haldi Emmanuel Adebayor í sínum röðum en hann hefur verið orðaður við AC Milan.

Arsenal hefur verið sagt reiðubúið að selja Adebayor fyrir háa upphæð til að fjármagna önnur leikmannakaup en Wenger vonar að Adebayor hafi sjálfur áhuga á að vera áfram.

„Ef hann vill ekki vera áfram hjá okkur þá mun hann fara en ég held að hann verði hjá Arsenal á næsta tímabili," sagði Wenger í samtali við franska fjölmiðla.

Hann sagði einnig að það hafi komið sér á óvart að Lyon hafi ákveðið að selja Karim Benzema til Real Madrid.

„Ég hefði áhuga á honum en við buðum ekki í hann þar sem ég taldi að Lyon myndi ekki selja hann á þessu ári."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×