Enski boltinn

Daniel Sturridge til Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sturridge í baráttu við Wilson Palacios.
Sturridge í baráttu við Wilson Palacios. Nordic Photos / Getty Images

Chelsea keypti í dag hinn fljóta framherja, Daniel Sturridge, frá Manchester City. Sturridge skrifaði undir fjögurra ára samning við Lundúnaliðið.

Sturridge hafnaði nýju samningstilboði frá Man. City og var því samningslaus. Chelsea þarf samt að greiða bætur fyrir leikmanninn sem verður líklega ákveðið af dómstólum þar sem félögin koma sér ekki saman um verð.

Sú tala er talin verða í kringum 5 milljónir punda.

Sturridge, sem er frændi Dean Sturridge, fyrrum leikmanns Derby, var einnig orðaður við Aston Villa og West Ham.

Hann skoraði 6 mörk í 32 leikjum fyrir Man. City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×