Öll úrvalsdeildarliðin áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. ágúst 2009 21:33 Steven Fletcher fagnar öðru marka sinna í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Öll þau átta úrvalsdeildarlið sem voru í eldlínunni í ensku deildabikarkeppninni í kvöld komust áfram í þriðju umferð keppninnar. Leikur West Ham og Millwall var dramatískur en fyrir leik brutust út óeirðir þar sem einn maður hlaut stungusár. Hann er þó ekki talinn í lífshættu. Millwall náði forystunni á 26. mínútu með marki Neil Harris og var allt útlit fyrir að það myndi reynast sigurmark leiksins. Junior Stanislas náði svo að jafna metin á 87. mínútu eftir fyrirgjöf Julian Faubert. Stanislas kom svo West Ham yfir með marki úr vítaspyrnu í framlengingunni og Zavon Hines skoraði þriðja leikinn. Til að bæta gráu á svart hlupu áhorfendur inn á völlinn áður en leiknum lauk. Þó tókst að klára leikinn fyrir rest. Grétar Rafn Steinsson var á bekknum hjá Bolton sem vann 1-0 sigur á Tranmere á útivelli. Mark Davies skoraði mark Bolton undir lok fyrri hálfleiks. Reading tapaði fyrir Barnsley á heimavelli, 2-1. Brynjar Björn Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Reading en Gylfi Sigurðsson var á bekknum. Sigurmarkið kom úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu uppbótartíma leiksins. Heiðar Helguson kom ekki við sögu í 2-1 sigri QPR á Accrington Stanley á heimavelli. Staðan var markalaus í hálfleik. Þá vann Portsmouth 4-1 sigur á Hereford. Hermann Hreiðarsson er enn meiddur og var ekki í leikmannahópi Portsmouth. Þá vann Burnley 2-1 sigur á Hartlepool eftir að hafa lent undir. Steven Fletcher jafnaði metin á 84. mínútu leiksins fyrir Burnley og skoraði svo sigurmarkið í síðari hálfleik framlengingarinnar. Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan leikinn fyrir Burnley. Ármann Smári Björnsson var á meðal áhorfenda í kvöld en hann samdi í dag við Hartlepool. Þá vann Blackburn sigur á Gillingham, 3-1. Hull vann Southend með sama mun og Wolves vann sigur á Swindon í vítaspyrnukeppni, 6-5, eftir markalausan framlengdan leik. Úrslit kvöldsins: Gillingham - Blackburn 1-3 Hartlepool - Burnley 1-2, eftir framlengdan leik Hull - Southend 3-1 Leeds - Watford 2-1, eftir framlengdan leik Nottingham Forest - Middlesbrough 2-1, eftir framlengdan leik Peterborough - Ipswich 2-1 Portsmouth - Hereford 4-1 Port Vale - Sheffield Wednesday 2-0 Preston - Leicester 2-1 QPR - Accrington Stanley 2-1 Reading - Barnley 1-2 Southampton - Birmingham 1-2 Swansea - Scunthorpe 1-2, eftir framlengdan leik Tranmere - Bolton 0-1 West Ham - Millwall 2-1, eftir framlengdan leik Wolves - Swindon 0-0, Wolves vann, 6-5, eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Öll þau átta úrvalsdeildarlið sem voru í eldlínunni í ensku deildabikarkeppninni í kvöld komust áfram í þriðju umferð keppninnar. Leikur West Ham og Millwall var dramatískur en fyrir leik brutust út óeirðir þar sem einn maður hlaut stungusár. Hann er þó ekki talinn í lífshættu. Millwall náði forystunni á 26. mínútu með marki Neil Harris og var allt útlit fyrir að það myndi reynast sigurmark leiksins. Junior Stanislas náði svo að jafna metin á 87. mínútu eftir fyrirgjöf Julian Faubert. Stanislas kom svo West Ham yfir með marki úr vítaspyrnu í framlengingunni og Zavon Hines skoraði þriðja leikinn. Til að bæta gráu á svart hlupu áhorfendur inn á völlinn áður en leiknum lauk. Þó tókst að klára leikinn fyrir rest. Grétar Rafn Steinsson var á bekknum hjá Bolton sem vann 1-0 sigur á Tranmere á útivelli. Mark Davies skoraði mark Bolton undir lok fyrri hálfleiks. Reading tapaði fyrir Barnsley á heimavelli, 2-1. Brynjar Björn Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Reading en Gylfi Sigurðsson var á bekknum. Sigurmarkið kom úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu uppbótartíma leiksins. Heiðar Helguson kom ekki við sögu í 2-1 sigri QPR á Accrington Stanley á heimavelli. Staðan var markalaus í hálfleik. Þá vann Portsmouth 4-1 sigur á Hereford. Hermann Hreiðarsson er enn meiddur og var ekki í leikmannahópi Portsmouth. Þá vann Burnley 2-1 sigur á Hartlepool eftir að hafa lent undir. Steven Fletcher jafnaði metin á 84. mínútu leiksins fyrir Burnley og skoraði svo sigurmarkið í síðari hálfleik framlengingarinnar. Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan leikinn fyrir Burnley. Ármann Smári Björnsson var á meðal áhorfenda í kvöld en hann samdi í dag við Hartlepool. Þá vann Blackburn sigur á Gillingham, 3-1. Hull vann Southend með sama mun og Wolves vann sigur á Swindon í vítaspyrnukeppni, 6-5, eftir markalausan framlengdan leik. Úrslit kvöldsins: Gillingham - Blackburn 1-3 Hartlepool - Burnley 1-2, eftir framlengdan leik Hull - Southend 3-1 Leeds - Watford 2-1, eftir framlengdan leik Nottingham Forest - Middlesbrough 2-1, eftir framlengdan leik Peterborough - Ipswich 2-1 Portsmouth - Hereford 4-1 Port Vale - Sheffield Wednesday 2-0 Preston - Leicester 2-1 QPR - Accrington Stanley 2-1 Reading - Barnley 1-2 Southampton - Birmingham 1-2 Swansea - Scunthorpe 1-2, eftir framlengdan leik Tranmere - Bolton 0-1 West Ham - Millwall 2-1, eftir framlengdan leik Wolves - Swindon 0-0, Wolves vann, 6-5, eftir vítaspyrnukeppni
Enski boltinn Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira